152. löggjafarþing — 67. fundur,  8. apr. 2022.

hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.

457. mál
[12:50]
Horfa

háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég er settur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í dag og eins og ég skil þetta mál þá er verið að gera athugasemdir og laga ferlið og bregðast við því. Það er ekki bara verið að lögfesta það eða breyta vegna athugasemdanna heldur er það formið á framkvæmdinni sem verið er að gera athugasemd við en ekki undanþágurnar sjálfar. Fyrir leyfisveitingunni er verið að setja mjög skýr skilyrði varðandi umhverfismatið og einnig er verið að bæta við aðkomu almennings. Það er alls ekki verið að veita brotunum lagastoð heldur er einmitt verið að bregðast við athugasemdunum sem komu við formið sjálft til þess að hafa það skýrara að það sé krafa um lagfæringar á umhverfismati sem og að bæta við aðkomu almennings. Þannig að nei, með þessu er ekki verið að veita brotunum lagastoð.