152. löggjafarþing — 67. fundur,  8. apr. 2022.

hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.

457. mál
[13:43]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef einhvern veginn staðið í þeirri trú að EES-réttur sé frekar skýr um það að umhverfismat verði að hafa farið fram áður en leyfi til framkvæmda er veitt og að ríki hafi mjög takmarkað svigrúm til þess að leyfa það að slíkt mat fari fram eftir á. Ég held að það hljóti að ganga í berhögg við anda fyrra reglna ef það er bara hægt að víkja sér einhvern veginn undan þessu vegna þess að umhverfismatið misheppnaðist eða vegna þess að það var fúskað. Þannig að ég held að það þurfi að rýna þetta frumvarp miklu betur. Og eins og fram kom áðan þá hef ég bara áhyggjur af því að Ísland verði dregið fyrir EFTA-dómstólinn fyrir að fara fram hjá frekar skýrum réttarreglum um umhverfismat.