152. löggjafarþing — 67. fundur,  8. apr. 2022.

hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.

457. mál
[14:17]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ein af fyrirsögnunum í fjölmiðlum í dag er: „Ráðherrafaðir, hrunmenn og söluráðgjafar“. Þetta er það sem verið er að senda út í samfélagið okkar og þetta gerir hvern mann brjálaðan utan þings og jafnvel innan þings líka. Vísir benti á það í gær að eigendur og starfsmenn umsjónaraðila útboðsins væru einnig meðal kaupenda. Þar á meðal var Þorbjörg Stefánsdóttir sem er helmingseigandi í Íslenskum verðbréfum sem var eitt af fimm fyrirtækjum sem kom að ráðgjöf um söluferlið. Þetta eitt ætti að vera nægilegt til að í gang fari rannsóknarnefnd. Ég bara spyr, virðulegur forseti: Væri hægt að hlekkja sig við þetta púlt til að koma í veg fyrir að þessi fundur haldi áfram?