152. löggjafarþing — 67. fundur,  8. apr. 2022.

hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.

457. mál
[15:07]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Með hverri mínútu sem líður, þar sem hv. þingmenn stjórnarflokkanna sitja ekki hér í þessum sal og taka ekki þátt í umræðunum, með hverri ræðu þar sem við í stjórnarandstöðunni komum upp og krefjumst þess að fram fari óháð rannsókn af rannsóknarnefnd Alþingis á þessum málum, þá verða hv. stjórnarþingmenn, hvort sem þeir eru óbreyttir þingmenn, þingflokksformenn, ráðherrar eða forsetar, meira og meira samsekir í þeirri spillingu og þeim lögbrotum sem koma í ljós. Tökum hlé, frú forseti, svo að spillingin fái ekki að aukast.