152. löggjafarþing — 67. fundur,  8. apr. 2022.

hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.

457. mál
[16:04]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Mér skilst, eða mér skilst það ekki heldur veit ég að forseti er búinn að boða fund þingflokksformanna og það verður gert hlé á þingfundi, sem er fínt. Það tók ekki nema — hvað erum við búin að vera hér í marga klukkutíma núna? Ég er algerlega búin að missa sjónar á tímanum. Við höfum beðið um hlé á þingfundi í þó nokkuð langan tíma núna. Mér þykir ótrúlegt að við þingmenn þurfum að koma hingað upp trekk í trekk í marga klukkutíma í fundarstjórn forseta til að fara fram á jafn sjálfsagðan hlut og að gert verði hlé á þingfundi til að ræða niðurstöðu í risastóru máli er varðar traust almennings á bankakerfinu og á ráðherra og ríkisstjórninni. Þannig að það er loksins komið, en því miður er það búið að taka allt of langan tíma. Ég vona bara að við finnum einhverja niðurstöðu í þessu máli sem ríkir sátt um, því að ég endurtek hér: Mér þykir það ekki (Forseti hringir.) boðlegt eða mér þykir það sæta furðu (Forseti hringir.) ef meiri hlutinn ætlar í alvörunni (Forseti hringir.) að taka þá ákvörðun um að ljúka þessu máli þannig að við náum ekki sátt um þetta mikilvæga ferli þannig að sátt náist um niðurstöðuna.