152. löggjafarþing — 67. fundur,  8. apr. 2022.

hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.

457. mál
[16:12]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Hér fyrir stuttu varð þeim forseta sem nú situr í stólnum að orði að forseti heyrði það sem þingmenn segðu. Og það gerði hann svo sannarlega því að þremur klukkutímum seinna kom fundarboð til þingflokksformanna. Þannig að ég vil bara þakka virðulegum forseta fyrir að hafa gætt embættið sinni jákvæða áru og þar með lagt sitt af mörkum til að einhver botn næðist í þessa þrætu á milli flokkanna. Það er náttúrlega fáránlegt við séum búin að takast á um það í þingsalnum í tvo og hálfan klukkutíma hvort fólk geti bara sest niður til að ræða eitthvað sem ég hélt í gær að við værum öll sammála um. Það er alveg fáránlegt að stjórnarliðar séu að setja okkur í þá stöðu að flækja þingsalnum inn í svona karp í þetta langan tíma eftir að hafa haldið því fram hér vikum saman að störf þingsins væru í hönk út af stjórnarandstöðunni. Hér bíða 17 mál órædd á dagskránni sem hefði væntanlega verið hægt að klára að miklu leyti ef stjórnarliðar hefðu ekki verið að þvælast svona fyrir okkur og sjálfum sér.