152. löggjafarþing — 67. fundur,  8. apr. 2022.

um fundarstjórn.

[17:25]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Mér sýnist stjórnarliðar að vera komnir í meiri háttar kattarþvott í málinu þegar þau vísa sífellt í Ríkisendurskoðun vitandi það að hún hefur ekki sömu heimildir, tækifæri og möguleika til þess að kanna þetta eins og sjálfstæð rannsóknarnefnd myndi gera. Til þess að sýna fram á það er auðvelt að skoða bara nokkur ár aftur í tímann. Ríkisendurskoðun gaf út heilbrigðisvottorð á tvær bankasölur sem síðan reyndust fyrir rannsóknarnefndum vera mjög aðfinnsluverðar, ekki vegna þess að ríkisendurskoðandi hafi gert eitthvað rangt endilega en hann hafði kannski ekki upplýsingar og gögn og gat ekki unnið hlutina með sams konar hætti. Það var ágætissamlíking hjá hv. þingkonu Halldóru Mogensen áðan þegar hún talaði um naglann og vegginn. Þú ert með skrúfjárn og þú ert með hamar. Ætlarðu að byrja á því að nota skrúfjárnið og komast að því að það gengur ekki og nota þá hamarinn? Þú byrjar bara strax að taka upp hamarinn af því að þú veist að hann dugar.