152. löggjafarþing — 67. fundur,  8. apr. 2022.

um fundarstjórn.

[17:56]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Kannski væri gagn í því ef hv. stjórnarþingmenn myndu ímynda sér að þessi staða sem er hér uppi væri uppi í danska þinginu eða í öðru norrænu ríki og hvort það væri líklegt að þingmenn þar teldu sjálfsagt að ráðherra ákvæði hver rannsakaði mál sem hann bæri ábyrgð á eða að stjórnarþingmenn sem bæru ábyrgð á ráðherranum ákvæðu hvað ætti að gera í óþökk stjórnarandstöðunnar. Ég leyfi mér að fullyrða að þetta gæti ekki gerst í ríkjum sem við viljum bera okkur saman við. Þetta er séríslenskt, hvernig við tökum á spillingarmálum. Auðvitað snýst þetta ekki um vantraust á Ríkisendurskoðun. Málið snýst um traust á söluferli á hlutum í Íslandsbanka og það skiptir miklu máli að það sé sátt innan þingsins (Forseti hringir.) um hvaða leið við förum, því að ef það er ekki sátt munu líkurnar á því aukast að niðurstaðan verði tortryggð.