143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

lengd þingfundar.

[16:14]
Horfa

Róbert Marshall (Bf):

Virðulegur forseti. Það hlálegasta sem hefur gerst í þinginu er auðvitað sú tillaga sem verið er að reyna að koma á dagskrá á morgun. (Gripið fram í: Hvenær?) Á morgun, hv. þingmaður.

Í síðustu viku voru engin mál á dagskrá. Erum við að ræða þessa skýrslu inn í nóttina vegna þess að það eru svo mörg mál sem hafa komið frá hæstv. ráðherrum að það liggur á að koma þeim á dagskrá? Það gengur ekkert undan hæstv. ríkisstjórn í þessum efnum. Engin mál liggja fyrir. Hver er flýtirinn á því að fara að ræða skýrsluna inn í nóttina?

Ef það væri einhver efnisleg ástæða fyrir því ættu menn auðvitað að gera það, en það eru engin mál sem koma frá þessari ríkisstjórn. Það gengur ekkert undan henni.

Ég segi nei.