143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

lengd þingfundar.

[16:16]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Herra forseti. Ég vildi að þessi atkvæðagreiðsla væri það hlálegasta sem við værum að takast á við hér í dag. Svo er því miður ekki. Ég tek undir orð þeirra fjölmörgu þingmanna sem hafa haft á orði að ekki hafa borist inn í þingið mál samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar.

Við erum hér að ræða skýrslu sem margir þingmenn vilja tjá sig um enda varðar hún eitt stærsta framtíðarmál Íslands, mögulega aðild að Evrópusambandinu. Við skulum bara gefa okkur þann tíma sem við þurfum. Ráðherrarnir eru líka þingmenn en þurfa þó ekki að sitja hér fram eftir kvöldum heldur geta verið heima eða í ráðuneytum að undirbúa þau þingmál sem þeir hafa þegar boðað.

Hæstv. forseti. Ég segi nei við þessari tillögu enda engin þörf á slíku meðan við höfum þessa verklausu ríkisstjórn við völd. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)