149. löggjafarþing — 67. fundur,  19. feb. 2019.

Landssímahúsið við Austurvöll.

538. mál
[17:51]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (U) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir, að mér heyrðist, liðveislu hans í þessu máli og ég vil taka fram í þessu svari mínu að nú er ögurstund, það er ögurstund í þessu máli núna, þessa dagana. Verið er að grafa upp hinn forna kirkjugarð. Menn eiga að taka sig saman í andlitinu og bjarga honum, friða hann, taka hann eignarnámi, a.m.k. þann hluta þar sem kirkjugarðurinn stóð, austasti hluti Víkurkirkjugarðs, þar sem 30 kynslóðir Reykvíkinga hvíla. Nú er ögurstund. Ég fagna hverjum þingmanni sem veitir þessu máli liðsinni.