152. löggjafarþing — 67. fundur,  8. apr. 2022.

hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.

457. mál
[12:53]
Horfa

háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Mér finnst við einmitt vera að bregðast við því að almenningur geti haft aðkomu að þessu ferli með þessum þátttökurétti af því að leyfisveitingin til bráðabirgða fer í samráðsferli þar sem almenningur getur haft mikilvæga aðkomu að ferlinu. Með þessum breytingum og viðbrögðum við breyttu ferli, sem athugasemdir voru gerðar við, er verið að bregðast við og styrkja aðkomu almennings varðandi leyfisveitinguna til bráðabirgða sem fer í samráðsferli. Það leiðir af frumvarpinu að almenningur hefur þá aðkomu að ákvörðunum um leyfi til bráðabirgða sem eru gefin út.