152. löggjafarþing — 67. fundur,  8. apr. 2022.

um fundarstjórn.

[17:22]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Það er komið í ljós. Það voru þvílík mistök að fara í að selja þennan blessaða banka. Við vorum algerlega á móti því. Út af hverju? Akkúrat út af þessu. Sérstaklega er ríkisstjórnin ekki tilbúin. Þjóðin vildi það ekki, meiri hluti þjóðarinnar. Þeim tókst það sem við óttuðumst mest, ekki bara að klúðra heldur er þetta klúður á klúður ofan. Einkavæðing, einkavinur, bestu vinir og bankahrunsvinir. Akkúrat það sem allir óttuðust skeði. Það er staðreyndin í dag. Þeir vilja ekki horfast í augu við það sem er orðið, þeir vilja fá ríkisendurskoðanda. Það gengur ekki upp. Við verðum að fá hlutlausan aðila, rannsóknarnefnd Alþingis, til að fara algjörlega ofan í botn á þessu máli. Annars verðum við aldrei sátt.