152. löggjafarþing — 67. fundur,  8. apr. 2022.

um fundarstjórn.

[17:45]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Forseti. Mig langar til að endurtaka þessi orð: Rannsóknarnefnd Alþingis hefur tæki og tól sem ríkisendurskoðandi hefur ekki, því það bara kjarnar þetta. Þetta mál snýst nákvæmlega um það að rannsóknarnefnd Alþingis hefur tæki og tól sem ríkisendurskoðandi hefur ekki. Við buðum, eins og hv. þm. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sagði hérna rétt áðan, við buðum stjórnarliðum það, ef þeim er svona annt um það einhverra hluta vegna og við fáum ekki að vita hver ástæðan er — það hafa ekki komið fram nein skýr rök fyrir því hvers vegna en einhverra hluta vegna verða stjórnarliðar að leyfa ríkisendurskoðanda að skoða þetta mál fyrst. Allt í fína, gerum það. En við stungum upp á því að í kjölfarið yrði það stjórnarandstaðan sem myndi ákveða hvort það yrði stofnuð (Forseti hringir.) rannsóknarnefnd og að hún myndi fara í frekari rannsókn, það væri ekki meiri hlutinn heldur minni hlutinn (Forseti hringir.) sem myndi ákveða það og við fengum bara nei. Þau eru ekki til í að tryggja það. (Forseti hringir.) Hvað segir það okkur? Það er enginn áhugi á því að (Forseti hringir.) rannsóknarnefnd fari í þessa vinnu, núll áhugi. Þess vegna er ríkisendurskoðandi að taka þetta.