152. löggjafarþing — 67. fundur,  8. apr. 2022.

um fundarstjórn.

[18:21]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf):

Virðulegi forseti. Nú skreppur Alþingi í páskafrí í skugga mjög alvarlegs hneykslismáls. Ég vil bara upplýsa fólk sem fylgist með Alþingi um það að við í stjórnarandstöðu höfum gert allt sem í okkar valdi stendur til þess að knýja fram ráðstafanir til að endurheimta traust í samfélaginu, knýja það fram að skipuð verði óháð rannsóknarnefnd til að fara yfir söluna á Íslandsbanka. Við erum búin að hamast í dag en við lentum á vegg. Hér er nefnilega mjög sterkur stjórnarmeirihluti. Hér er fjöldi þingmanna úr þremur flokkum, þingmanna sem fylkja sér á bak við sinn ráðherra og beita sér af alefli fyrir því að hans draumaleið, hans draumafarvegur á þessu máli verði að veruleika. Við munum halda áfram að gera okkar besta. (Forseti hringir.) Ég vildi óska þess að þetta hefði ekki farið svona. — Gleðilega páska.