152. löggjafarþing — 67. fundur,  8. apr. 2022.

um fundarstjórn.

[18:23]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Ég tek undir að það er dapurlegt að núna skulum við vera að fara í tveggja vikna páskafrí og væntanlega er ríkisstjórnin að skáka í því skjólinu að þetta gleymist, það fenni yfir þetta eins og gerist stundum. Stjórnarandstaðan hefur boðið ríkisstjórninni það, eins og kom fram áðan, að að lokinni endurskoðun ríkisendurskoðanda muni minni hlutinn taka ákvörðun um það hvort tilefni gefist til að skipa óháða nefnd, rannsóknarnefnd Alþingis, þó að við hefðum helst viljað gera það strax, en því hefur verið hafnað. Ég held að það sé ekki áhugaleysi ríkisstjórnarinnar á því að slík rannsókn fari fram. Ég held að það sé verra. Ég held að þau óttist slíka rannsókn vegna þess að hér er um mál að ræða sem geta jafnvel varðað lög um ráðherraábyrgð.