145. löggjafarþing — 68. fundur,  27. jan. 2016.

þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið.

156. mál
[15:36]
Horfa

Silja Dögg Gunnarsdóttir (F):

Hæstv. forseti. Ég vil bara nýta tækifærið og fagna því sérstaklega að þetta merkilega og góða mál er komið til atkvæðagreiðslu. Ég styð það heils hugar.

Það hefur verið ansi lengi í meðförum þingsins enda borgar sig alltaf að vanda sig í öllum málum, þessu sem öðrum. Ég tel þetta vera mikið framfaraskref fyrir íslenska framleiðslu. Mjög margir hafa beðið lengi eftir þessari lagabreytingu. Þetta er gott mál og góður dagur.