146. löggjafarþing — 68. fundur,  22. maí 2017.

vextir og verðtrygging o.fl.

216. mál
[16:22]
Horfa

Lilja Alfreðsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við í Framsóknarflokknum erum á móti þessu máli. Við munum sitja hjá er varðar breytingartillögurnar, en við teljum líkt og aðrir sem hafa komið hér í pontu að okkur liggi ekki á að gera þessar breytingar. Staða efnahagsmála er nokkuð þröng þessa dagana, mikil spenna í hagkerfinu og talsverður freistnivandi að taka slík lán. Við viljum því gera ákveðnar breytingar svo hugsanlega væri hægt að gera málið eitthvað aðeins betra. Við óskum eftir að málinu verði vísað aftur til nefndar.