148. löggjafarþing — 68. fundur,  5. júní 2018.

tilkynning.

[10:33]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti vill upplýsa að á fundi forsætisnefndar í gær, mánudaginn 4. júní, var samþykkt að víkja til hliðar starfsáætlun Alþingis frá og með deginum í dag og það mun svo skýrast á næstu dögum hversu mörgum dögum þarf að bæta við þinghaldið áður en þingið getur lokið störfum.

Forseti vill einnig upplýsa að gert verður hlé á þessum fundi kl. 11.15, eða þegar að afloknum óundirbúnum fyrirspurnum, þar sem borist hafa óskir um tíma til samtala og fundahalda milli forystumanna flokka og formanna þingflokka.