Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 68. fundur,  25. apr. 2022.

sala hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umræða.

[18:55]
Horfa

Þórarinn Ingi Pétursson (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Þetta er oft spurningin um ef og hefði. Maður veit aldrei hvað ef. (Gripið fram í.) Já. Ég held að ég hafi komið ágætlega inn á það í minni ræðu að það var ágætisvinna sem fór fram og vissulega vorum við undir ákveðinni tímapressu í þessu líka. En það er ómögulegt fyrir mann að halda því fram að við sem studdum það að fara þessa leið hefðum breytt um skoðun eða hv. þm. Björn Leví Gunnarsson hefði breytt um skoðun. Því getum við hvorugur svarað. Það er nú bara einu sinni þannig. En vissulega hefði það verið þægilegra og betra, sjáum við eftir á, að hafa haft meiri tíma. Hvort það hefði breytt niðurstöðunni hjá okkur, því get ég ekki svarað.