152. löggjafarþing — 68. fundur,  26. apr. 2022.

sala hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umræða.

[00:01]
Horfa

Ágúst Bjarni Garðarsson (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Við verðum bara að vera ósammála varðandi Ríkisendurskoðun og þau orð sem hér hafa verið látin falla hvað þá stofnun varðar. Varðandi hæstv. viðskiptaráðherra er auðvitað vont, þykir mér sjálfum, að standa hér í þessari pontu og tjá mig um einhver orð sem hún hefur látið falla og hún ekki á staðnum til að ræða þau sjálf. Þannig er auðvitað mál með vexti að sá sem hér stendur á ekki sæti í ráðherranefnd um efnahagsmál og getur þar af leiðandi ekki tjáð sig um þau orð og þá atburði sem þar hafa átt sér stað og þau orð sem þar hafa verið látin falla. Ég held því að það sé rétt að hæstv. viðskiptaráðherra svari fyrir það sjálf.