152. löggjafarþing — 68. fundur,  26. apr. 2022.

sala hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umræða.

[00:42]
Horfa

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið, það er mikilvægt að umræðan sé tekin á þessum grunni. Ég svara strax: Nei, ég var ekki að lýsa yfir vantrausti á rannsóknarnefndir Alþingis eða aðrar rannsóknarnefndir, enda hefur ekkert gefið til kynna að svo þurfi að vera. Ég var að varpa fram ákveðnum sjónarmiðum um það hvernig við ættum að nálgast umræðuna en vantraust var ekki fólgið í ræðu minni, engan veginn. Hvað varðar yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar eftir að Ríkisendurskoðun fékk málið í hendurnar þá talar hún bara fyrir sig sjálf. Yfirlýsingin er eins og hún er og ég held að hún ein og sér hafi orðið.