152. löggjafarþing — 68. fundur,  26. apr. 2022.

sala hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umræða.

[00:44]
Horfa

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta voru í raun bara hugleiðingar sem ég var að varpa fram, ekki þannig að byggt sé á því að slíkar nefndir séu endilega pólitískar. Auðvitað vinna slíkar nefndir af heilindum, eins og ég kom inn á í ræðu minni, það eru allir að vinna af heilindum. Ég vil bara trúa því að þegar slíkar nefndir eru settar á fót þá séu þær hlutlausar í störfum sínum. Ég trúi því að það sé alveg á hreinu að við séum með hæfasta fólkið á hverjum stað. Hvað varðar orð hæstv. menningar- og viðskiptaráðherra þá hefur hún alltaf verið mjög fagleg og mjög skorinorð í málflutningi sínum hvað varðar söluna á Íslandsbanka, og hún er mjög fær til að tjá sig um það mál. Ég ítreka að ég ætla að leyfa henni að tjá sig sjálf í þessari pontu um sín eigin orð.