152. löggjafarþing — 68. fundur,  26. apr. 2022.

sala hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umræða.

[01:58]
Horfa

Bryndís Haraldsdóttir (S) (andsvar):

Forseti. Ég hef þá trú að bankinn sé í eigu einkaaðila frekar en ríkisins, ég tala nú ekki um þegar Landsbankinn er í eigu ríkisins, auki samkeppni og sé besta leiðin til að tryggja aukna samkeppni á þessum markaði. Ég held líka að helsta ástæðan fyrir því að við þurfum að losa um þetta fjármagn sé sú að bankakerfið er og mun á næstu árum breytast alveg gígantískt með nýrri tækni. Við erum að sjá fleiri og fleiri fyrirtæki koma inn á þann markað sem bankar sinntu eingöngu áður. Ég held að það sé heppilegra þegar slík þróun á sér stað að fyrirtæki séu í eigu einkaaðila. Samkeppnissjónarmið var vissulega til staðar og vissulega umræða í fjárlaganefnd og við ræddum m.a. hversu mikilvægt væri að það væru ekki bara lífeyrissjóðir sem væru eigendur að bankanum, og hinum bönkunum líka, heldur væri eignarhald fjölbreytt og fleiri kæmu að. Það náðist vissulega í þessu útboði.