Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 68. fundur,  23. feb. 2023.

samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir.

485. mál
[13:36]
Horfa

Flm. (Haraldur Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég sagði í minni framsögu að ég teldi það vera grundvallaratriði við værum með eina framkvæmdina í einu félagi, svo er annað hvernig menn síðan útfæra einhverja anga af þeim þætti, af því að ég talaði um flýtingu kannski á öðrum vegbótum innan viðkomandi héraðs. Ég ætlast til að í umsögnum og umræðum innan nefndarinnar ræði menn þessa þætti. En ég tek undir með hv. þm. Bergþóri Ólasyni að í mínum huga er það ákveðið prinsipp að við séum að innheimta gjald fyrir notkun á samgöngumannvirki þegar þú ert að nota það samgöngumannvirki. Stangast það á við hugmyndir hæstv. innviðaráðherra um að gangagjald sé innheimt á einum stað en notað í önnur göng? Það er önnur umræða sem ég alla vega held að ég hafi svarað með þessum orðum mínum, að við eigum að horfa á eina framkvæmd og eina innheimtu og eitt félag. En umræða um veggjöld er í það minnsta komin á þann stað, segi ég enn og aftur, (Forseti hringir.) að við þorum að tala um það, sem ekki var áður.