143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

úrskurður forseta um stjórnartillögu.

[13:35]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Að gefnu tilefni vill forseti taka fram að greinargerð þingsályktunartillagna og frumvarpa er að sjálfsögðu á ábyrgð flutningsmanna viðkomandi þingmáls.

Í öðru lagi vill forseti vekja athygli á því sem réttilega kom fram í máli hv. 4. þm. Suðvest., þegar hann vitnaði í ummæli prófessoranna áðan, að þar er vakin athygli á því sem auðvitað blasir við, að eitt þing getur ekki bundið hendur næsta þings vegna þess að Alþingi getur að sjálfsögðu tekið nýjar ákvarðanir. Það er kjarni málsins og lýtur meðal annars að því sem stendur í þingsályktunartillögunni.