151. löggjafarþing — 68. fundur,  17. mars 2021.

útlendingar og atvinnuréttindi útlendinga.

602. mál
[15:34]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langaði til að stytta mér leið og spyrja einfaldlega hæstv. dómsmálaráðherra í hverju mikilvægustu breytingarnar á þessu frumvarpi hennar nú felast að mati hennar hvað varðar fólk á flótta. Hvað er nýtt að gerast í þessu frumvarpi? Spurning tvö væri þá í framhaldinu, hvort hæstv. dómsmálaráðherra telji að með þessu framlagða frumvarpi sé komið til móts við umsagnir ýmissa aðila við annað frumvarp hennar, sem mér sýnist við fyrstu sýn að sé keimlíkt þessu. Er hér betur komið til móts við umsagnir fagaðila á borð við Rauða krossinn? Á hæstv. ráðherra von á því að umsagnir aðila á borð við þessa verði jákvæðari í garð þessa frumvarps en hennar fyrra?