Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 68. fundur,  25. apr. 2022.

sala hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umræða.

[18:52]
Horfa

Þórarinn Ingi Pétursson (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Tíminn sem við fengum var vissulega takmarkaður en við reyndum eins og við gátum að vinna verkefnið vel og skiluðum af okkur. Við fengum að vísu ákveðinn frest einu sinni, ef ég man rétt, til þess að ná betur utan um málið. Hefði niðurstaðan verið önnur ef við hefðum haft meiri tíma? Ég get náttúrlega ekki svarað því. Vissulega vorum við undir ákveðinni tímapressu um að skila af okkur, en hvort það hefði breytt niðurstöðunni veit ég ekki. Maður getur náttúrlega ekki séð það sem maður sér í dag þegar niðurstaðan er fengin úr útboðinu. Þá getur maður alltaf verið vitur eftir á. Það er það sem ég var að segja hérna áðan. Hvort tíminn hafi spilað þar stórt hlutverk get ég ekki svarað.