Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 68. fundur,  25. apr. 2022.

sala hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umræða.

[19:50]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Af því að ég talaði við þingmenn í þingflokknum hjá mér, m.a. fulltrúa í efnahags- og viðskiptanefnd, þá vissi ég að efnahags- og viðskiptanefnd ætlaði að skila seinna. Ég veit ekki af hverju það kom ekki fram í þingflokki Vinstri grænna, í samræðum, af því að við deildum upplýsingum um hluti sem við gætum haft í nefndaráliti og svoleiðis. Það kemur á óvart að það hafi ekki gerst í þingflokki Vinstri grænna. En mig langar að heyra útskýringar hv. þingmanns á því: Af hverju er það bara grátt svæði þegar fjármálaráðherra, með öll þau völd sem því embætti fylgja, selur fjölskyldumeðlimum ríkisfyrirtæki? Af hverju er það ekki kolsvart svæði? Það eru undantekningar frá því, það er allt í lagi þegar ráðherra kemur hvergi nálægt. Það sem virðist hafa gerst er að ráðherra virðist hafa reynt að koma hvergi nálægt þessu ferli, bara skrifað undir það með svona armslengd. En skyldur ráðherra í öllu ferlinu, í lokuðu útboði, eru á þann hátt að (Forseti hringir.) hann hefði aldrei átt að geta selt pabba sínum ríkisfyrirtæki.