Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 68. fundur,  25. apr. 2022.

sala hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umræða.

[21:03]
Horfa

Haraldur Benediktsson (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þetta andsvar. Ég er að alveg á sama stað og ég var í umræðunni fyrir nokkrum dögum eða nokkrum vikum. Mér finnst að Bankasýslan hefði getað staðið sig betur í upplýsingagjöf og betur í kynningu. Það er hluti af þessum vanda sem ég var að lýsa sem moldviðri áðan, að það var ekki nóg að gert í aðdragandanum. Við vitum það öll og upplifðum það örugglega flest að þegar fréttatilkynning kemur út um að söluferli sé hafið þá fannst mönnum það vera býsna óvænt en þeim sem á annað borð voru á tánum og fylgdust með, m.a. í viðskiptalífinu, kom það í sjálfu sér ekkert á óvart. Grundvallarþátturinn í þessu er að öllum var ljóst þegar útboðsferlið hófst og þeim tilbæru aðilum sem voru með þá stöðu að geta gert tilboð var það ljóst frá þeirri stundu að þeir gætu gert tilboð.