Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 68. fundur,  25. apr. 2022.

sala hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umræða.

[21:11]
Horfa

Haraldur Benediktsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að fyrir það fyrsta ef við vildum auka samkeppni á Íslandi þyrftum við ekki síst að heimila lífeyrissjóðunum að fara í auknum mæli úr landi með fjárfestingar sínar. Í öðru lagi þá höfum við ekki upplýsingar um að lífeyrissjóðir hafi viljað kaupa meira á hærra gengi. Hv. þingmaður, hvaðan höfum við þær upplýsingar? Ég bíð þá eftir því að m.a. títtnefnd Bankasýsla geti upplýst okkur um það. Fyrr get ég ekki sagt hversu heilbrigt þetta er í því ljósi sem hv. þingmaður varpaði hér upp.