Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 68. fundur,  25. apr. 2022.

sala hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umræða.

[22:28]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Hv. þingmaður segir að hún hafi vonast eftir að við værum komin með gott kerfi til að sjá um sölu á bönkunum. Þegar ég skoða fyrirkomulagið, tvöfalt stjórnsýslukerfi, annars vegar það sem er í höndum Bankasýslunnar og hitt sem er í höndum ráðherra, með umsögnum frá Seðlabanka og frá þinginu o.fl., sé ég í raun ekkert að ferlinu eins og það liggur fyrir en ég sé náttúrlega möguleika á því að fólk geti klúðrað því; að fólk, persónur og leikendur, fari ekki eftir ferlinu og sinni ekki einstaka atriðum sem þarf að huga að í hverju skrefi. Það eru bara mannleg mistök. Það þýðir ekki að ferlið sé brotið. Ég velti því fyrir mér af hverju, ef kerfið sem slíkt er gott, þarf að skipta um það. Eða er það í alvörunni ferlið sem er slæmt?