Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 68. fundur,  25. apr. 2022.

sala hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umræða.

[22:30]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég tel að það ferli sem skrifað hefur verið inn í lögin sé alla vega ekki hafið yfir vafa um að það sé nógu gott kerfi. Ég tel að það sé betra kerfi en var hér áður. Tilgangurinn var að fjarlægja ákvarðanir frá stjórnmálamönnunum og ég held að það sé góðra gjalda vert og sé mikilvægt. En ég tel að fara eigi í saumana á þessari framkvæmd, hvernig til hefur tekist, og allri umræðunni. Við erum byrjuð á því. En hvort allt við þetta ferli sé ónýtt eða að breyta þurfi öllu, það held ég ekkert endilega. En það þarf að fara yfir það og skoða.