Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 68. fundur,  25. apr. 2022.

sala hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umræða.

[22:44]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Hæstv. ráðherra verður auðvitað að svara til um það hvað hún kann að hafa sagt á einhverjum fundi sem ég sat ekki á. Já, ég tel mjög mikilvægt að farið verði yfir framkvæmdina hjá Bankasýslunni, það er þar sem mér sýnast hin stóru vafaatriði liggja. Ég verð bara að segja að mér finnst það líka merkilegt hve langan tíma það hefur tekið fyrir Bankasýsluna að svara spurningum frá fjárlaganefnd. Ég tel allt í lagi að fara virkilega vel ofan í þeirra vinnu. Hvað út úr þessu kemur, þessari rýni og þessari skoðun, veit ég ekki. En ég tel að tilefni sé til þess að spyrja spurninga. Ég hef varpað því fram hér í kvöld hvað mér þyki mikilvægt að skoða, (Forseti hringir.) en svo verðum við að sjá hvað það er sem Seðlabankinn og Ríkisendurskoðun leggja áherslu á og eru að skoða í sinni vinnu.