Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 68. fundur,  26. apr. 2022.

sala hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umræða.

[01:08]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Nú hefur það verið krafa stjórnarandstöðunnar að skipuð sé rannsóknarnefnd um þessi mál. Ef maður les lög um rannsóknarnefndir, nr. 68/2011, þá segir þar í 1. gr. — hér er verið að tala um tillögu um að skipa rannsóknarnefnd — með leyfi forseta:

„Við undirbúning slíkrar tillögu og áður en hún er lögð fram skal sérstaklega leggja mat á tilefni og grundvöll rannsóknar, hvert sé mögulegt umfang hennar og afmörkun og hvort önnur úrræði séu tiltæk.“

Nú hljómar það svolítið þannig í þessum sal þegar stjórnarþingmenn hafa verið að tala að þeir vilja meina að þessi önnur úrræði séu Ríkisendurskoðun og Fjármálaeftirlitið. En mig langaði að spyrja hv. þingmann hvort hann geti ramma það inn: Af hverju eru þessi önnur úrræði ekki nægileg og tiltæk til að taka yfir það?