Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 68. fundur,  26. apr. 2022.

sala hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umræða.

[01:49]
Horfa

Sigmar Guðmundsson (V) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég er sammála hv. þm. Bryndísi Haraldsdóttur um að það er mjög mikilvægt að koma þessum verðmætum út í almenna eign með því að selja bankana. Það eru mikil verðmæti, hárrétt, sem liggja í bönkunum. Við eigum enn þá Landsbankann, ríkið og þjóðin. Við eigum enn þá tæpan helming í Íslandsbanka. Það eru óheyrileg verðmæti sem þarna liggja og því langar mig til að spyrja hv. þingmann: Er ekki svolítið leiðinlegt að við séum í þeirri stöðu núna að við getum ekki selt þessi verðmæti? Við erum föst. Ég ætla bara að lýsa því hér yfir að þessari ríkisstjórn verður ekkert treyst til að selja banka meira á þessu kjörtímabili. Það liggur alveg fyrir að Vinstrihreyfingin – grænt framboð og baklandið þar mun ekki ljá máls á því að það verði selt meira af þessum bönkum. Þess vegna langar mig að spyrja, í ljósi þess hvað þetta eru mikil verðmæti og hvað væri hægt að gera mikið fyrir þessi verðmæti í þjóðarbúskapnum þegar við erum að berjast við skuldastöðuna eins og hún er: Er ekki svolítið vont að við getum ekki selt?