Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 68. fundur,  23. feb. 2023.

samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir.

485. mál
[13:48]
Horfa

Magnús Árni Skjöld Magnússon (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir hans skelegga svar. Þetta sefar ótta minn hvað þetta tiltekna atriði varðar. En það er auðvitað svoleiðis að fjárfestar koma ekki inn nema það sé einhver lágmarksarður fyrirsjáanlegur. Ég velti fyrir mér hvort hv. þingmaður og meðflutningsmenn hans hafi velt fyrir sér um hvers konar fjárfesta gæti verið þarna að ræða, hvort það geti verið tækifæri fyrir þá sem eru stórir í ferðaþjónustu að taka þátt í slíkum verkefnum og hvort það sé líklegt að þeir finni fyrir hvata til að vera við borðið þegar kemur að því að setja á stofn slíkt samfélag um þessar vegabætur.