Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 68. fundur,  23. feb. 2023.

starfsemi stjórnmálasamtaka.

38. mál
[15:04]
Horfa

Flm. (Diljá Mist Einarsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir síðara andsvar og það er bara margt sem hv. þingmaður segir hér sem er eins og talað út úr mínu hjarta. Auðvitað nýtur Sjálfstæðisflokkurinn mest góðs af þessum fjárframlögum og á það hef ég bent ítrekað og ég vildi gjarnan að þessi fjárframlög væri miklu, miklu minni. (Gripið fram í.) Hér er bara stigið eitt lítið hænuskref í þessa átt. Ég er hins vegar ekki sammála því að það ætti að útdeila þessum fjármunum, ef það á að útdeila þeim á annað borð, jafnt til allra stjórnmálaflokka. Það þykir mér ekki vera lýðræðislegt, ekki í samræmi við vilja kjósenda ef við ætlum að hafa þetta fyrirkomulag á annað borð. Hvað varðar kosningaframlögin, við höfum kannski ekki tíma til þess að takast á um það að hvaða gagni kosningaframlögin koma fyrir hagkerfið og þar fram eftir götunum. Hins vegar var tilgangurinn með breytingunum árið 2006 m.a. sá að draga úr kostnaði við kosningabaráttu. Það hefur augljóslega ekki lukkast. Það er þess vegna sem ég tek það sérstaklega til.

Síðan langar mig bara að segja að lokum að Sjálfstæðisflokkurinn er stoltur flokkur íslensks atvinnulífs, sem samanstendur auðvitað að langmestu leyti af litlum og meðalstórum fyrirtækjum.