Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 68. fundur,  23. feb. 2023.

starfsemi stjórnmálasamtaka.

38. mál
[15:47]
Horfa

Magnús Árni Skjöld Magnússon (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Ég held í sjálfu sér að við aukum ekki þátttöku í stjórnmálum með því að veikja stjórnmálaflokkanna. Ég held að það sé hlutverk stjórnmálaflokkanna að halda orðræðunni og hinni lýðræðislegu umræðu gangandi, auðvitað í gegnum fjölmiðla og þau tæki sem til staðar eru. Annað langar mig líka að taka með í púkkið hérna; það hefur orðið mikil breyting til batnaðar á starfsemi þingsins með starfsfólki þingflokkanna sem hefur komið til sögunnar núna á þessari öld. Mér finnst himinn og haf á milli þess sem er nú, að vinna með þessu góða fólki, miðað við það sem var hér á síðustu öld.

Mig langar til að spyrja hv. þm. Diljá Mist Einarsdóttur, af því að það er nefnt í greinargerðinni með frumvarpinu, á hvern hátt hún sér fyrir sér að hið opinbera geti haft áhrif á stjórnmálaflokkanna í gegnum þessi framlög.