143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[20:49]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég get alveg skilið það sjónarmið að menn vilji ekki slíta endanlega einhverjum viðræðum. En ég vil vita það hvort hv. þm. Helgi Hrafn Gunnarsson lítur svo á að þessar aðildarviðræður, eða hvað sem menn vilja kalla það, séu þá samningar um eitthvað annað en aðlögun að regluverki ESB. Snúast ekki þessar viðræður um það að aðlaga sig að regluverki ESB? Eða trúir þingmaðurinn að um eitthvað annað sé að ræða?