143. löggjafarþing — 69. fundur,  27. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið).

320. mál
[01:25]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég þakka forseta fyrir þær upplýsingar sem hann gefur hér og lætur okkur vita að ekki eigi að taka nýtt mál á dagskrá. Ég er afskaplega fegin því. Mér hefði ekki fundist það vera gott fyrir ásýnd, virðingu og ímynd þingsins að fara að mæla fyrir stóru deilumáli um miðja nótt sem er ekki bara deilumál hér í þingsal heldur úti um allt samfélagið. En það verður ekki gert. Það er vel.

En það sem gerir okkur samt erfitt fyrir er að vita ekki nákvæmlega hvenær vaktinni lýkur hér. Hv. þm. Lilja Rafney Magnúsdóttir benti á að hún hefði staðið hér í 17 tíma í vinnu og það hef ég líka gert í dag og við flest hér inni. Búast má við dýpri og betri umræðu um þessa merku skýrslu, sem kostaði nokkuð margar milljónir í ofanálag, ef við fengjum (Forseti hringir.) að hvíla okkur og kæmum til baka í umræðuna betur stemmd.