144. löggjafarþing — 69. fundur,  24. feb. 2015.

raforkulög.

305. mál
[22:34]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Er enginn þingflokksformaður í Framsóknarflokknum? Getur nefndarformaður Sjálfstæðisflokksins staðið í ræðustól Alþingis og fjallað um það að formaður umhverfis- og samgöngunefndar, þingmaður Framsóknarflokksins, Höskuldur Þór Þórhallsson, sé ekki starfi sínu vaxinn (Gripið fram í.) og fjalli illa og með óvönduðum hætti um þau málefni sem honum eru falin? Hefur sem sagt enginn í 19 manna þingflokki Framsóknarflokksins döngun í sér til að taka til varna fyrir trúnaðarmann sinn í forustu umhverfis- og samgöngunefndar? Hvar er þingflokksformaður Framsóknarflokksins? Hefur Framsóknarflokkurinn hugsað sér að víkja formanni umhverfis- og samgöngunefndar til hliðar eða á að skilja þögn Framsóknarflokksins í þessu máli þannig að hann sé sammála dómum Jóns Gunnarssonar um formann Framsóknarflokksins í umhverfis- og samgöngunefnd? (Forseti hringir.) Eða hvernig víkur þessu eiginlega við?