146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[21:08]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég staðhæfi að ríkisfjármálaáætlun er gölluð. Ég vil spyrja hv. þm. Theodóru S. Þorsteinsdóttur sem stjórnarþingmann út í tvennt sem eykur á gallann að mínu mati. Í fyrra andsvari spyr ég hana af hverju ekki eru birtar tölur sem sýna áætlaða fjárþörf stofnana í helstu málaflokkum þar sem slíkt liggur fyrir, t.d. Umhverfisstofnun í umhverfismálum. Slíkar tölur væru svo lagðar til grunns fyrir breytingartölur næstu fjögurra ára. Ég veit til þess að tilteknar stofnanir buðu sig fram en tölunum var hafnað af ráðuneytunum. Með þessu móti mætti í raun betur meta ríkisfjármálaáætlun í þessum málaflokkum, auka margumrætt gegnsæi. Er hún sammála mér um þetta?