146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[23:07]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég er enn svolítið hugsi yfir misræminu milli stjórnarsáttmálans og fjármálaáætlunarinnar. Svo maður sé sanngjarn er kannski ekkert skrýtið við það þegar þrír flokkar fara aðskildir í kosningabaráttu með sín kosningaloforð að allir þurfi þeir að gera einhverjar málamiðlanir til að ná saman. En síðan setjast þeir niður og skrifa stjórnarsáttmála. Þá eru nú línurnar lagðar. En þegar tveimur mánuðum síðar birtist svo ríkisfjármálaáætlun þar sem skilar sér ekki nema hluti af því sem er í stjórnarsáttmálanum inn í ríkisfjármálaáætlunina. Finnst hv. þingmanni að trúverðugleiki sé að minnka í slíku samstarfi?