146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[23:51]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég skal tala hraðar og ganga ekki á tímann. Svarið við seinustu spurningunni er: Ég held að við þurfum að bæta verulega í fjármuni þegar kemur að löggæslu. Ég tel að það sé eitt af grunnhlutverkum ríkisins. Þess vegna held ég að okkur beri skylda til og við eigum að axla hana og klára það mál með sóma. Ég er sammála hv. þingmanni, það er ekki hægt að gera það öðruvísi en að við aukum við útgjöld til löggæslu almennt.

Varðandi Símann. Ég segi: Já, auðvitað var það góð hugmynd að selja Símann. Það er hins vegar spurning um grunnnetið. Ég held að menn hefðu átt að huga betur að því. En alveg örugglega að selja Símann vegna þess að (Gripið fram í.) að Síminn hefði orðið eitthvert steinaldarfyrirbæri í eigu ríkisins í samkeppni við lifandi einkafyrirtæki (Gripið fram í.) sem við erum núna að njóta góðs af, hv. þingmaður.