150. löggjafarþing — 69. fundur,  4. mars 2020.

þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta.

317. mál
[17:14]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég kem upp við þetta tækifæri og minni á þær alvarlegu athugasemdir sem var bent á í umræðu um málið í gær. Ég minni jafnframt á það sem fulltrúar meiri hlutans í allsherjar- og menntamálanefnd sögðu þar, að málið yrði kallað inn til nefndar á milli umræðna og það tekið til raunverulegrar efnislegrar umræðu og kallaðir til gestir á ný. Ég held að það sé alveg nauðsynlegt í ljósi athugasemda sem fyrir liggja í málinu. Við í Miðflokknum fögnum því að tekin verði efnisleg umræða um málið á milli umræðna í nefnd en munum sitja hjá við afgreiðsluna við 2. umr.