150. löggjafarþing — 69. fundur,  4. mars 2020.

þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta.

317. mál
[17:17]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Mér finnst mikilvægt að segja hér að mjög ítarleg og góð umræða hefur farið fram um þetta mál í allsherjar- og menntamálanefnd. Ég tel að þetta frumvarp sé til mikilla bóta og verði bæði ríkinu og landeigendum til góða með því að skýra ákveðna verkferla. Það er alveg sjálfsagt mál að við tökum málið inn á milli umræðna eins og hér kemur fram en mér finnst engu að síður mikilvægt að segja það við atkvæðagreiðsluna að ég tel að málið sé í grunninn gott og að nefndin sé búin að vinna gott starf.