152. löggjafarþing — 69. fundur,  26. apr. 2022.

hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.

457. mál
[20:30]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svarið. Já, þetta er tvisvar, tvö mál og sennilega vitum við ekki hversu alvarlegt það var og um hvað það fjallaði. Ég hugsa að því verði örugglega velt upp og þær upplýsingar komi þegar þetta fer fyrir nefnd. Vonandi, þegar frumvarpið kemur svo úr nefnd, verður það komið í ljós og ef þetta er eins og ráðherra segir, þetta sé einfalt og ekki verið að vega að náttúrunni á einn eða neinn hátt og verið að tryggja að það sé ekki farið fram hjá eða reynt að stytta sér leið heldur verið að svara þeim kröfum sem voru gerðar með þessari kæru, þá er það bara hið besta mál. Það væri óskandi og ég vona heitt og innilega að það sé þannig og það verði náttúran sem græðir á þessu frekar en einhverjir nágrannar og það verði allir sáttir.