152. löggjafarþing — 69. fundur,  26. apr. 2022.

niðurgreiðsla húshitunarkostnaðar.

582. mál
[22:40]
Horfa

Eyjólfur Ármannsson (Flf) (andsvar):

Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið og ég hvet hann eindregið til þess að skoða þetta nánar í ráðuneytinu og spyrjast fyrir um þessi 50% vegna þess að ég tel það of lágt, ef maður skoðar ávinninginn. Það er þjóðhagslegur ávinningur af því að 110 GWst fari í aðra notkun, virðisaukaskattsgreiðslur aukast og þetta minnkar útgjöld ríkisins, bæði er tekjuaukning vegna virðisaukaskattsflokksins og útgjöld ríkisins minnka. Þetta eru ekki háar tölur, sé ég. Dæmi er nefnt á bls. 6 í frumvarpinu, þar kemur fram að þetta gæti numið jafnvel 40–50 milljónum á ári og svo eru önnur dæmi þar sem talan yrði hærri. Þetta verkefni er um samtals 7.800 varmadælur og það er til átta til tíu ára. Mér skilst að ríkisstjórnin ætli að setja 30 milljarða út af orkuskiptum og öðru slíku, út af loftslagsvánni og öðru. Hérna er klassískt dæmi um það sem ríkið ætti raunverulega að setja meiri pening í vegna þess að þetta skiptir íbúana gríðarlega miklu máli (Forseti hringir.) og það myndi klárlega hraða orkuskiptum ef þessi prósentutala yrði hærri.