Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 69. fundur,  27. feb. 2023.

Frestun á skriflegum svörum.

[15:02]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseta hafa borist bréf frá dómsmálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 993, um rannsókn kynferðisbrotamála, frá Gísla Rafni Ólafssyni, á þskj. 1004, um nálgunarbann, frá Indriða Inga Stefánssyni, á þskj. 1034, um kostnað vegna afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd, og á þskj. 1041, um gæsluvarðhald og fangelsisvistun útlendinga, báðar frá Eyjólfi Ármannssyni, og á þskj. 1040, um skattalagabrot, frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur.

Einnig hafa borist bréf frá matvælaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 1029, um áhrif veiðarfæra, á þskj. 1030, um rannsóknir á hrognkelsastofninum, og þskj. 1031, um rannsóknir á lífríki Breiðafjarðar, allar frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur.

Að lokum hefur borist bréf frá innviðaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 1001, um flugrekstrarleyfi þyrlna, frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur.